Forsvarsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland segja að ákveðið hafi verið að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær vegna reynslu og þekkingar leiðsögumanna og hagstæðrar vindáttar.
Þrátt fyrir að búið var að gefa út stormviðvörun.
Hópurinn lagði af stað en mætti vonskuveðri við rætur jökulsins. Þar var snúið við en fólkið sem týndist virðist hafa haldið áfram og því týnst. Þau áttuðu sig þó á mistökum sínum, stoppuðu og biðu eftir aðstoð. Þau fundust um klukkan níu í gærkvöldi.