Erlend verslun að færast aftur heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 19:30 Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is. Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is.
Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48
Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00