Washington Post afhjúpar heimildarmann sem sakaður er um blekkingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2017 23:30 Washington Post er eitt virtasta dagblað í heimi. Vísir/Getty Kona, sem hélt því fram við blaðamenn bandaríska blaðsins Washington Post að hún hefði sem unglingur orðið ólétt eftir Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, virðist hafa verið hluti af leynilegri aðgerð sem ætluð var að koma óorði á blaðið. Washington Post sagði fyrst frá því að að Moore, frambjóðandi Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, væri sakaður um að hafa elst við, áreitt og brotið kynferðislega gegn nokkrum konum þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Konan hafði samband við blaðamann Washington Post og sagðist hafa viðkvæmar upplýsingar um Moore. Sagði hún að árið 1992, þegar hún var fimmtán ára, hefði hún orðið ólétt eftir Moore en farið í fóstureyðingu. Alls ræddu blaðamenn Post við hana í um tvær vikur og tóku við hana röð viðtala. Í frétt Washington Post segir að á meðan á þessum viðtölum stóð hafi konan ítrekað reynt að fá blaðamennina til þess að segja sér þeirra skoðun á því hvaða áhrif saga hennar myndi hafa áhrif á framboð Moore.Konan sagðist vilja greina frá ásökunum á hendur Roy Moore, sem sjá má hér á myndinni.Vísir/AFPAð lokum fór það svo að Post birti ekki frétt byggða á viðtölunum við konuna. Illa gekk að sannreyna sögu konunnar auk þess sem að misræmi í sögunni og Internet-póstar frá konunni vöktu grunsemdir blaðamannanna um að ekki væri allt með felldu. Svo virðist sem að grunsemdir blaðamannanna hafi verið á rökum reistar en í morgun urðu nokkrir blaðamenn Post vitni að því þegar konan gekk inn í skrifstofur Project Veritas í New York. Samtökin gefa sig út fyrir að varpa ljósi á það sem þau telja vera hlutdrægni meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum, fjölmiðla á borð við Washington Post Standa samtökin meðal annars fyrir leyniaðgerðum þar sem fölskum sögum er beitt í von um að fá blaðamenn meginstraumsfjölmiðlana til þess að „afhjúpa“ eigin hlutdrægni.Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem að konan hafi verið hluti af umfangsmikilli herferð til þess að reyna að koma óorði á fréttaflutning blaðsins af málefnum Moore. Hafi herferðin hafist aðeins örfáum klukkutímum eftir að fyrsta frétt Post af málinu var birt.Myndband af viðtali Washington Post við konuna má sjá hér fyrir neðanÍ fréttinni eru samskipti konunnar við blaðamenn Washington Post rakin auk þess sem að birt er myndband af síðasta fundið blaðakonu Post með konunni, sem blaðið tók upp. Þar var konan spurð nánar út í sögu hennar auk þess sem að hún var spurð út í hópfjármögnun sem konan virðist hafa staðið fyrir. Þar safnaði hún pening til þess að hún gæti flutt til New York þar sem hún hefði fengið vinnu við að „berjast gegn lygum og blekkingum meginstraumsfjölmiðla.“ Nokkrum mánuðum áður hafði Project Veritas auglýst eftir 12 blaðamönnum til þess að taka þátt í leyniaðgerðum á borð við þá sem konan sem um ræðir virðist hafa tekið þátt í. Konan gekk út af fundinum með blaðakonu Post og ekki heyrðist meira frá henni. Sagðist hún ekki vera tilbúin til þess að halda sögunni til streitu. Skömmu síðar var búið að loka fjáröflunarsíðunni.Ítarlega frétt Washington Post um málið má lesa hér. Tengdar fréttir Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Kona, sem hélt því fram við blaðamenn bandaríska blaðsins Washington Post að hún hefði sem unglingur orðið ólétt eftir Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, virðist hafa verið hluti af leynilegri aðgerð sem ætluð var að koma óorði á blaðið. Washington Post sagði fyrst frá því að að Moore, frambjóðandi Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, væri sakaður um að hafa elst við, áreitt og brotið kynferðislega gegn nokkrum konum þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Konan hafði samband við blaðamann Washington Post og sagðist hafa viðkvæmar upplýsingar um Moore. Sagði hún að árið 1992, þegar hún var fimmtán ára, hefði hún orðið ólétt eftir Moore en farið í fóstureyðingu. Alls ræddu blaðamenn Post við hana í um tvær vikur og tóku við hana röð viðtala. Í frétt Washington Post segir að á meðan á þessum viðtölum stóð hafi konan ítrekað reynt að fá blaðamennina til þess að segja sér þeirra skoðun á því hvaða áhrif saga hennar myndi hafa áhrif á framboð Moore.Konan sagðist vilja greina frá ásökunum á hendur Roy Moore, sem sjá má hér á myndinni.Vísir/AFPAð lokum fór það svo að Post birti ekki frétt byggða á viðtölunum við konuna. Illa gekk að sannreyna sögu konunnar auk þess sem að misræmi í sögunni og Internet-póstar frá konunni vöktu grunsemdir blaðamannanna um að ekki væri allt með felldu. Svo virðist sem að grunsemdir blaðamannanna hafi verið á rökum reistar en í morgun urðu nokkrir blaðamenn Post vitni að því þegar konan gekk inn í skrifstofur Project Veritas í New York. Samtökin gefa sig út fyrir að varpa ljósi á það sem þau telja vera hlutdrægni meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum, fjölmiðla á borð við Washington Post Standa samtökin meðal annars fyrir leyniaðgerðum þar sem fölskum sögum er beitt í von um að fá blaðamenn meginstraumsfjölmiðlana til þess að „afhjúpa“ eigin hlutdrægni.Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem að konan hafi verið hluti af umfangsmikilli herferð til þess að reyna að koma óorði á fréttaflutning blaðsins af málefnum Moore. Hafi herferðin hafist aðeins örfáum klukkutímum eftir að fyrsta frétt Post af málinu var birt.Myndband af viðtali Washington Post við konuna má sjá hér fyrir neðanÍ fréttinni eru samskipti konunnar við blaðamenn Washington Post rakin auk þess sem að birt er myndband af síðasta fundið blaðakonu Post með konunni, sem blaðið tók upp. Þar var konan spurð nánar út í sögu hennar auk þess sem að hún var spurð út í hópfjármögnun sem konan virðist hafa staðið fyrir. Þar safnaði hún pening til þess að hún gæti flutt til New York þar sem hún hefði fengið vinnu við að „berjast gegn lygum og blekkingum meginstraumsfjölmiðla.“ Nokkrum mánuðum áður hafði Project Veritas auglýst eftir 12 blaðamönnum til þess að taka þátt í leyniaðgerðum á borð við þá sem konan sem um ræðir virðist hafa tekið þátt í. Konan gekk út af fundinum með blaðakonu Post og ekki heyrðist meira frá henni. Sagðist hún ekki vera tilbúin til þess að halda sögunni til streitu. Skömmu síðar var búið að loka fjáröflunarsíðunni.Ítarlega frétt Washington Post um málið má lesa hér.
Tengdar fréttir Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33