Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Á Langjökli. Þar var vonskuveður í gær, frost, úrkoma og rok. vísir/stefán Leitað var að tveimur ferðamönnum við Langjökul í gær eftir að þeir höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðafólks í skipulagðri ferð. Ferðin var á vegum fyrirtækisins Mountaineers. Ríkisútvarpið greindi frá því að haldið hefði verið í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Ferðamennirnir fundust rétt fyrir klukkan níu í gær, heilir á húfi. „Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Það eru engar almennar reglur til en það er rétt að geta þess að þetta fyrirtæki hefur starfað lengi á markaði og er meðal annars í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðspurð hvort ásættanlegt sé í augum SAF að halda í slíka ferð eftir að hafa fengið stormviðvörun segir Helga: „Ég held það sé ekki rétt á þessari stundu að svara því. Maður þarf að kynna sér betur hvað hafi legið að baki.“ Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Ríkisútvarpsins hafði annað fyrirtæki aflýst vélsleðaferðum vegna veðurs. Mountaineers hafi hins vegar ekki þótt veðurspáin svo slæm að þess þyrfti.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFÍ samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að fjölmargir hafi tekið þátt í leitinni. Áður en fólkið fannst hafi um 160 manns tekið þátt í leitinni. Meðal annars göngufólk, skíðafólk og vélsleðafólk. Þorsteinn sagði að svo virtist sem hópurinn hefði ekki farið upp á jökulinn. Hann hafi farið frá Geldingafelli, að Skálpanesi og þaðan að jökulsporðinum. „Þar sneri hópurinn við því þá skall á vonskuveður. Það var orðið það dimmt að menn hættu að sjá á milli sleða. Í staðinn fyrir að gera eins og áhersla er lögð á, að stoppa, virðist sem þessi sleði hafi haldið áfram og týnst.“ Ferðamennirnir áttuðu sig hins vegar á mistökum sínum, stoppuðu og biðu eftir aðstoð norðaustan við Skálpanes. Þar fundust þeir og færðu björgunarsveitarmenn þeim heita drykki enda blautir og kaldir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Leitað var að tveimur ferðamönnum við Langjökul í gær eftir að þeir höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðafólks í skipulagðri ferð. Ferðin var á vegum fyrirtækisins Mountaineers. Ríkisútvarpið greindi frá því að haldið hefði verið í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Ferðamennirnir fundust rétt fyrir klukkan níu í gær, heilir á húfi. „Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Það eru engar almennar reglur til en það er rétt að geta þess að þetta fyrirtæki hefur starfað lengi á markaði og er meðal annars í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðspurð hvort ásættanlegt sé í augum SAF að halda í slíka ferð eftir að hafa fengið stormviðvörun segir Helga: „Ég held það sé ekki rétt á þessari stundu að svara því. Maður þarf að kynna sér betur hvað hafi legið að baki.“ Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Ríkisútvarpsins hafði annað fyrirtæki aflýst vélsleðaferðum vegna veðurs. Mountaineers hafi hins vegar ekki þótt veðurspáin svo slæm að þess þyrfti.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFÍ samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að fjölmargir hafi tekið þátt í leitinni. Áður en fólkið fannst hafi um 160 manns tekið þátt í leitinni. Meðal annars göngufólk, skíðafólk og vélsleðafólk. Þorsteinn sagði að svo virtist sem hópurinn hefði ekki farið upp á jökulinn. Hann hafi farið frá Geldingafelli, að Skálpanesi og þaðan að jökulsporðinum. „Þar sneri hópurinn við því þá skall á vonskuveður. Það var orðið það dimmt að menn hættu að sjá á milli sleða. Í staðinn fyrir að gera eins og áhersla er lögð á, að stoppa, virðist sem þessi sleði hafi haldið áfram og týnst.“ Ferðamennirnir áttuðu sig hins vegar á mistökum sínum, stoppuðu og biðu eftir aðstoð norðaustan við Skálpanes. Þar fundust þeir og færðu björgunarsveitarmenn þeim heita drykki enda blautir og kaldir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira