Ráðuneytið sér um sína Ólafur Stephensen skrifar 6. janúar 2017 07:00 Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun