Gott aðgengi er ekki kók í gleri Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 28. febrúar 2017 09:58 Það er algengur misskilningur að gott aðgengi sé einhver forréttindi eins og kók í gleri. Eins halda margir að þetta séu geimvísindi og eiga það til að gera mistök í þeirri meiningu að bæta aðgengið. Málið er að aðgengi er mjög víðtækt hugtak, talað er um aðgengi að upplýsingum, byggingum og jafnvel mat og drykk. Fatlað fólk er einmitt sá minnihlutahópur sem á sífellt á hættu að brotið sé á rétti þeirra, vegna skertrar getu til að verja sig án aðstoðar. Skv. fötlunarfræðinni er fötlun skilgreind sem andlegt eða líkamlegt ástand sem veldur því að fólk mætir daglegum hindrunum vegna þess að samfélagið gerir ekki ráð fyrir því. Ein af þessum hindrunum er aðgengi, bæði áþreifanlegt og huglægt. Þess vegna hefur verið gerður sérstakur alþjóðasáttmáli til að tryggja að fatlað fólk geti notið mannréttinda til jafns við aðra með nokkrum útfærslum. Sáttmálinn ber heitið Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var fullgiltur hérlendis í fyrra, rúmum 10 árum eftir að Ísland skrifaði undir hann. Meðal þess sem fram kemur í sáttmálanum er að aðildarríki skulu tryggja fötluðu fólki aðgang að upplýsingum, byggingum, menntun o.fl. og viðurkenna rétt þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi og stofna eigin fjölskyldu. 9. grein samningsins fjallar um aðgengi til að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi og tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Aðgengi er því hér með viðurkennt sem mannréttindi, og Ísland hefur lofað að starfa í anda samningsins þó að enn eigi eftir að lögleiða hann. Eins og nafnið gefur til kynna er Háskóli Íslands háskóli, sem er æðsta skólastigið auk þess sem hann er elsti háskólinn hérlendis. Sem slík fræðistofnun væri lágmark að sýna fordæmi þegar kemur að almennum mannréttindum. Hér kemur saman allskonar menntafólk af hinum ýmsu sviðum, t.d. verkfræðingar, fötlunarfræðingar, læknanemar, hagfræðingar, heimspekingar o.s.frv. Háskólinn gæti nýtt allt þetta fræðifólk til að efla og betrumbæta skólann, t.d. með því að laga aðgengið. Sem dæmi mætti nefna að það vantar leiðarlínur um skólann fyrir þá sem nota hvítan staf, sums staðar er hjólastólaaðgengið ómögulegt og annars staðar kemst hreyfihamlað fólk hreinlega ekki að. Háskóli Íslands má þó eiga það að aðgengið er ekki eins slæmt og hjá sumum ríkisstofnunum, enda má segja að það ríki sterkur vilji innan skólans til að gera enn betur til að geta komið til móts við þarfir nemenda og starfsfólks, enda leggur skólinn áherslu á jafnræði og virðingu. Gott aðgengi til jafns við aðra eru almenn mannréttindi en alls ekki geimvísindi. Það eru til sérfræðingar í aðgengismálum. byggingareglugerðir og jafnvel lög og sáttmálar sem segja til um hvað er í raun og veru gott aðgengi. Til dæmis eru rampar sem eru meira en 20° brattir ekki sérlega aðgengilegir og geta verið beinlínis hættulegir, lyfta sem er lokuð almenningi er hindrun og einnig eru pínulitlar vörulyftur augljóslega ekki ætlaðar mannfólki. Og hvar eru allar leiðarlínurnar, merkingarnar og glitmerkin fyrir blinda og sjónskerta? Fatlað fólk er nefnilega ekki allt hreyfihamlað, heldur getur það líka verið sjónskert eða þroskahamlað og lent í jafn miklum vandræðum út af lélegu aðgengi. Við í jafnréttisnefnd SHÍ skorum á Háskóla Íslands að bæta aðgengi fatlaðs fólk að byggingum skólans og tryggja að það njóti sama ferðafrelsis og aðrir. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það er algengur misskilningur að gott aðgengi sé einhver forréttindi eins og kók í gleri. Eins halda margir að þetta séu geimvísindi og eiga það til að gera mistök í þeirri meiningu að bæta aðgengið. Málið er að aðgengi er mjög víðtækt hugtak, talað er um aðgengi að upplýsingum, byggingum og jafnvel mat og drykk. Fatlað fólk er einmitt sá minnihlutahópur sem á sífellt á hættu að brotið sé á rétti þeirra, vegna skertrar getu til að verja sig án aðstoðar. Skv. fötlunarfræðinni er fötlun skilgreind sem andlegt eða líkamlegt ástand sem veldur því að fólk mætir daglegum hindrunum vegna þess að samfélagið gerir ekki ráð fyrir því. Ein af þessum hindrunum er aðgengi, bæði áþreifanlegt og huglægt. Þess vegna hefur verið gerður sérstakur alþjóðasáttmáli til að tryggja að fatlað fólk geti notið mannréttinda til jafns við aðra með nokkrum útfærslum. Sáttmálinn ber heitið Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var fullgiltur hérlendis í fyrra, rúmum 10 árum eftir að Ísland skrifaði undir hann. Meðal þess sem fram kemur í sáttmálanum er að aðildarríki skulu tryggja fötluðu fólki aðgang að upplýsingum, byggingum, menntun o.fl. og viðurkenna rétt þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi og stofna eigin fjölskyldu. 9. grein samningsins fjallar um aðgengi til að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi og tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Aðgengi er því hér með viðurkennt sem mannréttindi, og Ísland hefur lofað að starfa í anda samningsins þó að enn eigi eftir að lögleiða hann. Eins og nafnið gefur til kynna er Háskóli Íslands háskóli, sem er æðsta skólastigið auk þess sem hann er elsti háskólinn hérlendis. Sem slík fræðistofnun væri lágmark að sýna fordæmi þegar kemur að almennum mannréttindum. Hér kemur saman allskonar menntafólk af hinum ýmsu sviðum, t.d. verkfræðingar, fötlunarfræðingar, læknanemar, hagfræðingar, heimspekingar o.s.frv. Háskólinn gæti nýtt allt þetta fræðifólk til að efla og betrumbæta skólann, t.d. með því að laga aðgengið. Sem dæmi mætti nefna að það vantar leiðarlínur um skólann fyrir þá sem nota hvítan staf, sums staðar er hjólastólaaðgengið ómögulegt og annars staðar kemst hreyfihamlað fólk hreinlega ekki að. Háskóli Íslands má þó eiga það að aðgengið er ekki eins slæmt og hjá sumum ríkisstofnunum, enda má segja að það ríki sterkur vilji innan skólans til að gera enn betur til að geta komið til móts við þarfir nemenda og starfsfólks, enda leggur skólinn áherslu á jafnræði og virðingu. Gott aðgengi til jafns við aðra eru almenn mannréttindi en alls ekki geimvísindi. Það eru til sérfræðingar í aðgengismálum. byggingareglugerðir og jafnvel lög og sáttmálar sem segja til um hvað er í raun og veru gott aðgengi. Til dæmis eru rampar sem eru meira en 20° brattir ekki sérlega aðgengilegir og geta verið beinlínis hættulegir, lyfta sem er lokuð almenningi er hindrun og einnig eru pínulitlar vörulyftur augljóslega ekki ætlaðar mannfólki. Og hvar eru allar leiðarlínurnar, merkingarnar og glitmerkin fyrir blinda og sjónskerta? Fatlað fólk er nefnilega ekki allt hreyfihamlað, heldur getur það líka verið sjónskert eða þroskahamlað og lent í jafn miklum vandræðum út af lélegu aðgengi. Við í jafnréttisnefnd SHÍ skorum á Háskóla Íslands að bæta aðgengi fatlaðs fólk að byggingum skólans og tryggja að það njóti sama ferðafrelsis og aðrir. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar