Gott aðgengi er ekki kók í gleri Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 28. febrúar 2017 09:58 Það er algengur misskilningur að gott aðgengi sé einhver forréttindi eins og kók í gleri. Eins halda margir að þetta séu geimvísindi og eiga það til að gera mistök í þeirri meiningu að bæta aðgengið. Málið er að aðgengi er mjög víðtækt hugtak, talað er um aðgengi að upplýsingum, byggingum og jafnvel mat og drykk. Fatlað fólk er einmitt sá minnihlutahópur sem á sífellt á hættu að brotið sé á rétti þeirra, vegna skertrar getu til að verja sig án aðstoðar. Skv. fötlunarfræðinni er fötlun skilgreind sem andlegt eða líkamlegt ástand sem veldur því að fólk mætir daglegum hindrunum vegna þess að samfélagið gerir ekki ráð fyrir því. Ein af þessum hindrunum er aðgengi, bæði áþreifanlegt og huglægt. Þess vegna hefur verið gerður sérstakur alþjóðasáttmáli til að tryggja að fatlað fólk geti notið mannréttinda til jafns við aðra með nokkrum útfærslum. Sáttmálinn ber heitið Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var fullgiltur hérlendis í fyrra, rúmum 10 árum eftir að Ísland skrifaði undir hann. Meðal þess sem fram kemur í sáttmálanum er að aðildarríki skulu tryggja fötluðu fólki aðgang að upplýsingum, byggingum, menntun o.fl. og viðurkenna rétt þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi og stofna eigin fjölskyldu. 9. grein samningsins fjallar um aðgengi til að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi og tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Aðgengi er því hér með viðurkennt sem mannréttindi, og Ísland hefur lofað að starfa í anda samningsins þó að enn eigi eftir að lögleiða hann. Eins og nafnið gefur til kynna er Háskóli Íslands háskóli, sem er æðsta skólastigið auk þess sem hann er elsti háskólinn hérlendis. Sem slík fræðistofnun væri lágmark að sýna fordæmi þegar kemur að almennum mannréttindum. Hér kemur saman allskonar menntafólk af hinum ýmsu sviðum, t.d. verkfræðingar, fötlunarfræðingar, læknanemar, hagfræðingar, heimspekingar o.s.frv. Háskólinn gæti nýtt allt þetta fræðifólk til að efla og betrumbæta skólann, t.d. með því að laga aðgengið. Sem dæmi mætti nefna að það vantar leiðarlínur um skólann fyrir þá sem nota hvítan staf, sums staðar er hjólastólaaðgengið ómögulegt og annars staðar kemst hreyfihamlað fólk hreinlega ekki að. Háskóli Íslands má þó eiga það að aðgengið er ekki eins slæmt og hjá sumum ríkisstofnunum, enda má segja að það ríki sterkur vilji innan skólans til að gera enn betur til að geta komið til móts við þarfir nemenda og starfsfólks, enda leggur skólinn áherslu á jafnræði og virðingu. Gott aðgengi til jafns við aðra eru almenn mannréttindi en alls ekki geimvísindi. Það eru til sérfræðingar í aðgengismálum. byggingareglugerðir og jafnvel lög og sáttmálar sem segja til um hvað er í raun og veru gott aðgengi. Til dæmis eru rampar sem eru meira en 20° brattir ekki sérlega aðgengilegir og geta verið beinlínis hættulegir, lyfta sem er lokuð almenningi er hindrun og einnig eru pínulitlar vörulyftur augljóslega ekki ætlaðar mannfólki. Og hvar eru allar leiðarlínurnar, merkingarnar og glitmerkin fyrir blinda og sjónskerta? Fatlað fólk er nefnilega ekki allt hreyfihamlað, heldur getur það líka verið sjónskert eða þroskahamlað og lent í jafn miklum vandræðum út af lélegu aðgengi. Við í jafnréttisnefnd SHÍ skorum á Háskóla Íslands að bæta aðgengi fatlaðs fólk að byggingum skólans og tryggja að það njóti sama ferðafrelsis og aðrir. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Það er algengur misskilningur að gott aðgengi sé einhver forréttindi eins og kók í gleri. Eins halda margir að þetta séu geimvísindi og eiga það til að gera mistök í þeirri meiningu að bæta aðgengið. Málið er að aðgengi er mjög víðtækt hugtak, talað er um aðgengi að upplýsingum, byggingum og jafnvel mat og drykk. Fatlað fólk er einmitt sá minnihlutahópur sem á sífellt á hættu að brotið sé á rétti þeirra, vegna skertrar getu til að verja sig án aðstoðar. Skv. fötlunarfræðinni er fötlun skilgreind sem andlegt eða líkamlegt ástand sem veldur því að fólk mætir daglegum hindrunum vegna þess að samfélagið gerir ekki ráð fyrir því. Ein af þessum hindrunum er aðgengi, bæði áþreifanlegt og huglægt. Þess vegna hefur verið gerður sérstakur alþjóðasáttmáli til að tryggja að fatlað fólk geti notið mannréttinda til jafns við aðra með nokkrum útfærslum. Sáttmálinn ber heitið Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var fullgiltur hérlendis í fyrra, rúmum 10 árum eftir að Ísland skrifaði undir hann. Meðal þess sem fram kemur í sáttmálanum er að aðildarríki skulu tryggja fötluðu fólki aðgang að upplýsingum, byggingum, menntun o.fl. og viðurkenna rétt þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi og stofna eigin fjölskyldu. 9. grein samningsins fjallar um aðgengi til að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi og tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Aðgengi er því hér með viðurkennt sem mannréttindi, og Ísland hefur lofað að starfa í anda samningsins þó að enn eigi eftir að lögleiða hann. Eins og nafnið gefur til kynna er Háskóli Íslands háskóli, sem er æðsta skólastigið auk þess sem hann er elsti háskólinn hérlendis. Sem slík fræðistofnun væri lágmark að sýna fordæmi þegar kemur að almennum mannréttindum. Hér kemur saman allskonar menntafólk af hinum ýmsu sviðum, t.d. verkfræðingar, fötlunarfræðingar, læknanemar, hagfræðingar, heimspekingar o.s.frv. Háskólinn gæti nýtt allt þetta fræðifólk til að efla og betrumbæta skólann, t.d. með því að laga aðgengið. Sem dæmi mætti nefna að það vantar leiðarlínur um skólann fyrir þá sem nota hvítan staf, sums staðar er hjólastólaaðgengið ómögulegt og annars staðar kemst hreyfihamlað fólk hreinlega ekki að. Háskóli Íslands má þó eiga það að aðgengið er ekki eins slæmt og hjá sumum ríkisstofnunum, enda má segja að það ríki sterkur vilji innan skólans til að gera enn betur til að geta komið til móts við þarfir nemenda og starfsfólks, enda leggur skólinn áherslu á jafnræði og virðingu. Gott aðgengi til jafns við aðra eru almenn mannréttindi en alls ekki geimvísindi. Það eru til sérfræðingar í aðgengismálum. byggingareglugerðir og jafnvel lög og sáttmálar sem segja til um hvað er í raun og veru gott aðgengi. Til dæmis eru rampar sem eru meira en 20° brattir ekki sérlega aðgengilegir og geta verið beinlínis hættulegir, lyfta sem er lokuð almenningi er hindrun og einnig eru pínulitlar vörulyftur augljóslega ekki ætlaðar mannfólki. Og hvar eru allar leiðarlínurnar, merkingarnar og glitmerkin fyrir blinda og sjónskerta? Fatlað fólk er nefnilega ekki allt hreyfihamlað, heldur getur það líka verið sjónskert eða þroskahamlað og lent í jafn miklum vandræðum út af lélegu aðgengi. Við í jafnréttisnefnd SHÍ skorum á Háskóla Íslands að bæta aðgengi fatlaðs fólk að byggingum skólans og tryggja að það njóti sama ferðafrelsis og aðrir. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun