Fjarvera Ívars getur hjálpað til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 06:00 Ívar er farinn í skíðaferð og strákarnir verða án hans í næsta leik. fréttablaðið/ernir Haukar verða án þjálfara síns, Ívars Ásgrímssonar, á föstudaginn er liðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Snæfelli. Ívar er erlendis þar sem hann er í skíðaferð. Sú ákvörðun þjálfarans að yfirgefa liðið á miðju tímabili hefur vakið mikla athygli enda ekki fordæmi fyrir slíku. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir að Hólmurum finnist þetta vera óvirðing og Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir þetta vera galna ákvörðun. Ákvörðunin um þessa umtöluðu skíðaferð var tekin síðasta sumar og það með fullu leyfi körfuknattleiksdeildar Hauka. „Það er kannski rétt að þetta tíðkast ekki og ef við hefðum þurft að taka þessa ákvörðun eftir síðustu áramót þá hefðum við kannski ekki gert þetta. Síðasta sumar fannst okkur þetta vera ágætur tímapunktur fyrir Ívar til þess að taka sér frí. Auðvitað er þetta samt ekki gott núna því þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, en segir þó að þetta þurfi ekki að vera alslæmt fyrir félagið.Ekki svo slæmur tímapunktur „Eftir á að hyggja er ég nú ekkert svo viss um að þetta sé slæmur tímapunktur. Liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans sem er ábyrgur fyrir gengi liðsins eins og stjórn og leikmenn. Ég held að það sé ágætt að hann fari núna frá í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Við teljum það geta hjálpað liðinu að Ívar fari frá tímabundið. Leikmenn stígi svo upp og klári leikinn. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Þó svo Kjartan sjái jákvæðu hliðina á því að vera laus við þjálfarann í næsta leik segir hann ekki hafa komið til tals að reka Ívar. Hvað samt með fordæmið sem Haukar setja. Myndi Kjartan gefa lykilleikmanni frí ef hann vildi fara í skíðaferð á sama tíma og mikilvægur leikur færi fram? „Það þyrfti að skoða það miðað við þær forsendur sem væru fyrir hendi. Ég myndi ekki útiloka að gefa honum frí en það er mjög ólíklegt að ég myndi leyfa það fyrir mikilvægasta leikinn.“Mistök að orða þetta svona Er ákvörðun var tekin með þessa ferð valdi Ívar að fara er liðið spilaði við Snæfell. Leikur sem hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af. Er það ekki vanvirðing við Hólmara? „Jú, það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég veit ekki hvað hann er að fara með þessu en þetta er hans skoðun. Það er samt alls ekki þannig. Það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum,“ segir Kjartan en Ívar fór mikinn í hvassri yfirlýsingu á Facebook þar sem hann furðaði sig á þessu upphlaupi um skíðaferðina. Fór ekki fögrum orðum um strákana í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport meðal annars og virtist ekki skilja að þeir sæju ástæðu til þess að ræða málið. „Mér fannst yfirlýsingin ágæt. Hann var búinn að senda okkur hana svona nokkurn veginn en þá var hún ekki alveg svona hvöss. Það er líka kannski meira sagt í gríni að menn hafi verið í glasi í stúdíóinu. Yfirlýsingin er eins og hún er og Ívar verður að standa og falla með henni.“Mikill munur milli ára Fyrir tæpu ári var allt í blóma hjá Haukunum. Bæði karla- og kvennalið félagsins fóru alla leið í úrslitarimmu í Íslandsmótinu en nú er staðan önnur. Karlaliðið er í harðri botnbaráttu og kvennaliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Þetta getur stundum verið svona og mikið breytt. Hjá stelpunum munaði mikið um að Helena Sverris varð ólétt. Stelpurnar hafa samt staðið sig vel. Hjá strákunum hefur þetta bara ekki gengið. Það eru einhverjir átta til níu leikir sem tapast á síðustu mínútunum. Það vantar kannski samheldni og blandan ekki nógu góð. Það er eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næsta tímabil.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Haukar verða án þjálfara síns, Ívars Ásgrímssonar, á föstudaginn er liðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Snæfelli. Ívar er erlendis þar sem hann er í skíðaferð. Sú ákvörðun þjálfarans að yfirgefa liðið á miðju tímabili hefur vakið mikla athygli enda ekki fordæmi fyrir slíku. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir að Hólmurum finnist þetta vera óvirðing og Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir þetta vera galna ákvörðun. Ákvörðunin um þessa umtöluðu skíðaferð var tekin síðasta sumar og það með fullu leyfi körfuknattleiksdeildar Hauka. „Það er kannski rétt að þetta tíðkast ekki og ef við hefðum þurft að taka þessa ákvörðun eftir síðustu áramót þá hefðum við kannski ekki gert þetta. Síðasta sumar fannst okkur þetta vera ágætur tímapunktur fyrir Ívar til þess að taka sér frí. Auðvitað er þetta samt ekki gott núna því þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, en segir þó að þetta þurfi ekki að vera alslæmt fyrir félagið.Ekki svo slæmur tímapunktur „Eftir á að hyggja er ég nú ekkert svo viss um að þetta sé slæmur tímapunktur. Liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans sem er ábyrgur fyrir gengi liðsins eins og stjórn og leikmenn. Ég held að það sé ágætt að hann fari núna frá í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Við teljum það geta hjálpað liðinu að Ívar fari frá tímabundið. Leikmenn stígi svo upp og klári leikinn. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Þó svo Kjartan sjái jákvæðu hliðina á því að vera laus við þjálfarann í næsta leik segir hann ekki hafa komið til tals að reka Ívar. Hvað samt með fordæmið sem Haukar setja. Myndi Kjartan gefa lykilleikmanni frí ef hann vildi fara í skíðaferð á sama tíma og mikilvægur leikur færi fram? „Það þyrfti að skoða það miðað við þær forsendur sem væru fyrir hendi. Ég myndi ekki útiloka að gefa honum frí en það er mjög ólíklegt að ég myndi leyfa það fyrir mikilvægasta leikinn.“Mistök að orða þetta svona Er ákvörðun var tekin með þessa ferð valdi Ívar að fara er liðið spilaði við Snæfell. Leikur sem hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af. Er það ekki vanvirðing við Hólmara? „Jú, það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég veit ekki hvað hann er að fara með þessu en þetta er hans skoðun. Það er samt alls ekki þannig. Það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum,“ segir Kjartan en Ívar fór mikinn í hvassri yfirlýsingu á Facebook þar sem hann furðaði sig á þessu upphlaupi um skíðaferðina. Fór ekki fögrum orðum um strákana í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport meðal annars og virtist ekki skilja að þeir sæju ástæðu til þess að ræða málið. „Mér fannst yfirlýsingin ágæt. Hann var búinn að senda okkur hana svona nokkurn veginn en þá var hún ekki alveg svona hvöss. Það er líka kannski meira sagt í gríni að menn hafi verið í glasi í stúdíóinu. Yfirlýsingin er eins og hún er og Ívar verður að standa og falla með henni.“Mikill munur milli ára Fyrir tæpu ári var allt í blóma hjá Haukunum. Bæði karla- og kvennalið félagsins fóru alla leið í úrslitarimmu í Íslandsmótinu en nú er staðan önnur. Karlaliðið er í harðri botnbaráttu og kvennaliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Þetta getur stundum verið svona og mikið breytt. Hjá stelpunum munaði mikið um að Helena Sverris varð ólétt. Stelpurnar hafa samt staðið sig vel. Hjá strákunum hefur þetta bara ekki gengið. Það eru einhverjir átta til níu leikir sem tapast á síðustu mínútunum. Það vantar kannski samheldni og blandan ekki nógu góð. Það er eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næsta tímabil.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30