Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sveit Laufásborgar að tafli á mótinu um helgina. Omar Salama stendur yfir sínum nemendum og fylgist með. Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira