Leikjavísir

Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch.
Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch. Mynd/Valur Heiðar Sævarsson
Liðið Einherjar báðu sigur úr býtum á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir sigruðu Team Hafficool í úrslitaviðureigninni sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. Óhætt er að segja að viðureignin hafi verið æsispennandi en salurinn var þétt setinn af áhorfendum. Þar að auki fylgdist fólk með á skjám frammi á UT-Messunni sem og heima í gegnum Twitch.

49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu.

Á endanum sigruðu Einherjar með þremur sigrum gegn tveimur, en þeir tóku einn sigur með sér úr undankeppninni, þar sem þeir voru eina taplausa liðið.

Einherjar

Natanel Demissew – hoppye

Kristófer Númi Valgeirsson – Númi

Jens Pétur Clausen – Clausen

Vigfús Ólafsson – Fúsi

Birkir Grétarsson – BibbiDESTROY

Axel Ómarsson – Aseal

Það voru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem stóðu að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.

Meðlimir Einherja fá fríar eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu.

Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur.

Silfurliðið, Team Hafficool, fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Twitch.tv og var lýst af Bergi Theódórssyni og Atla Stefáni Yngvasyni. Óli GeimTV sjá um að kynna. Hægt er að sjá hann hér.


Kaldalón var á köflum fullur af áhorfendum en úrslitaviðureignin tók þrjár klukkustundir.Vísir/Sammi
Fólk fylgdist einnig með á skjám í Hörpu.Vísir/Sammi

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.