Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 09:52 Geirmundur Valtýsson er mikið á móti áfengisfrumvarpinu. Vísir „Sæll, Geirmundur Valtýsson,“ sagði þáttastjórnandinn Þorgeir Ástvaldsson þegar sveiflukóngurinn sjálfur úr Skagafirði, tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson, hringdi inn í Reykjavík síðdegis í gær til að tjá sig um fyrirhugað áfengisfrumvarp sem á að leggja fyrir Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, en verði það að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu.Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Málið er líkt og áður umdeilt og hafa margir skoðun á því. Þar á meðal fyrrnefndur Geirmundur sem gat vart orða bundist í símatíma Reykjavík síðdegis í gær og sagði allt eins gott að þeir sem leggja þetta frumvarp fram hætti á þingi ef þeir hafa ekkert þarfara að leggja fram þar.Geirmundur sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hann heyrði að tengdasonur Skagafjarðar væri flutningsmaður áfengisfrumvarpsins.Vísir„Ég er svo mikið á móti þessu“ „Það er nú skrýtið að ég skuli vera að hringja inn en ég varð að gera það. Ég er svo mikið á móti þessu strákar,“ sagði Geirmundur. „Ef að þessir strákar sem eru að leggja þetta frumvarp fram hafa ekki neitt þarfara að gera á þinginu þá vinsamlega hættið þið bara á þinginu,“ sagði Geirmundur. Geirmundur er hættur að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og sagðist því hafa haft tíma til að horfa á Alþingi undanfarna daga. „Nú hef ég tíma sem ég hafði aldrei áður og það er svo vandræðalegt þetta blessaða Alþingi. Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“Leiðinlegt að heyra að frumvarpið komi frá tengdasyni Skagafjarðar Hann sagði það afar leiðinlegt að hafa frétt það á dögunum að það væri tengdasonur Skagafjarðar, Teitur Björn Einarsson, sem væri flutningsmaður að þessu frumvarpi. Á síðasta þingi var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutningsmaður áfengisfrumvarpsins. „Villi vinur minn reyndi þetta áður. Hann er náttúrlega Skagfirðingur. Það tókst ekki og sem betur fer gafst hann upp á þessu og svo bara tekur þessi við,“ sagði Geirmundur.Sýnir sig ekki á dansleikjum Þorgeir Ástvaldsson benti á að Geirmundur hefði farið um landið þvert og endilangt ótal sinnum og leikið á fjölda dansleikja í gegnum árin á nánast öllum skemmtistöðum landsins samhliða því að vera algjör reglumaður. „Þú hefur séð þjóðina að verki, mótar það skoðun þína?“ spurði Þorgeir. „Þetta sýnir sig ekki á dansleikjum vandræðin í kringum brennivínið,“ svaraði Geirmundur og bætti við: „Það er mikið alvarlegra en það. Það eru svo mikil vandræðamál í sambandi við áfengisdrykkju held ég hjá mörgu fólki,“ sagði Geirmundur. Hann sagði að það myndi auka vandann ef frumvarpið verður að lögum því þar með yrði aðgengi að áfengi auðveldað fyrir þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða.Hér fyrir neðan má hlusta á Geirmund í símatíma Reykjavíkur síðdegis. Innslagið hefst þegar 49 mínútur eru liðnar af þættinum. Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Sæll, Geirmundur Valtýsson,“ sagði þáttastjórnandinn Þorgeir Ástvaldsson þegar sveiflukóngurinn sjálfur úr Skagafirði, tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson, hringdi inn í Reykjavík síðdegis í gær til að tjá sig um fyrirhugað áfengisfrumvarp sem á að leggja fyrir Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, en verði það að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu.Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Málið er líkt og áður umdeilt og hafa margir skoðun á því. Þar á meðal fyrrnefndur Geirmundur sem gat vart orða bundist í símatíma Reykjavík síðdegis í gær og sagði allt eins gott að þeir sem leggja þetta frumvarp fram hætti á þingi ef þeir hafa ekkert þarfara að leggja fram þar.Geirmundur sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hann heyrði að tengdasonur Skagafjarðar væri flutningsmaður áfengisfrumvarpsins.Vísir„Ég er svo mikið á móti þessu“ „Það er nú skrýtið að ég skuli vera að hringja inn en ég varð að gera það. Ég er svo mikið á móti þessu strákar,“ sagði Geirmundur. „Ef að þessir strákar sem eru að leggja þetta frumvarp fram hafa ekki neitt þarfara að gera á þinginu þá vinsamlega hættið þið bara á þinginu,“ sagði Geirmundur. Geirmundur er hættur að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og sagðist því hafa haft tíma til að horfa á Alþingi undanfarna daga. „Nú hef ég tíma sem ég hafði aldrei áður og það er svo vandræðalegt þetta blessaða Alþingi. Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“Leiðinlegt að heyra að frumvarpið komi frá tengdasyni Skagafjarðar Hann sagði það afar leiðinlegt að hafa frétt það á dögunum að það væri tengdasonur Skagafjarðar, Teitur Björn Einarsson, sem væri flutningsmaður að þessu frumvarpi. Á síðasta þingi var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutningsmaður áfengisfrumvarpsins. „Villi vinur minn reyndi þetta áður. Hann er náttúrlega Skagfirðingur. Það tókst ekki og sem betur fer gafst hann upp á þessu og svo bara tekur þessi við,“ sagði Geirmundur.Sýnir sig ekki á dansleikjum Þorgeir Ástvaldsson benti á að Geirmundur hefði farið um landið þvert og endilangt ótal sinnum og leikið á fjölda dansleikja í gegnum árin á nánast öllum skemmtistöðum landsins samhliða því að vera algjör reglumaður. „Þú hefur séð þjóðina að verki, mótar það skoðun þína?“ spurði Þorgeir. „Þetta sýnir sig ekki á dansleikjum vandræðin í kringum brennivínið,“ svaraði Geirmundur og bætti við: „Það er mikið alvarlegra en það. Það eru svo mikil vandræðamál í sambandi við áfengisdrykkju held ég hjá mörgu fólki,“ sagði Geirmundur. Hann sagði að það myndi auka vandann ef frumvarpið verður að lögum því þar með yrði aðgengi að áfengi auðveldað fyrir þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða.Hér fyrir neðan má hlusta á Geirmund í símatíma Reykjavíkur síðdegis. Innslagið hefst þegar 49 mínútur eru liðnar af þættinum.
Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00