Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar ber helst að nefna að Bayern Munchen gerði 1-1 jafntefli við Schalke.
Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn í FC Bayern og kom markið eftir tæplega tíu mínútna leik.
Það var síðan Naldo sem jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar og ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.
Bayern Munchen er í efsta sæti deildarinnar með 46 stig, fjórum stigum á undan RasenBallsport Leipzig sem er með 42 stig, en liðið mætir Borussia Dortmund síðar í dag.
Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í þýska boltanum.
Bayern Munchen 1 - 1 Schalke 04
Borussia Mönchengladbach 3 - 0 Freiburg
Köln 1 - 0 Wolfsburg
Hertha Berlin 1 - 0 Ingolstadt
Hoffenheim 4 - 0 Mainz 05
Bayern Munchen náði aðeins í stig gegn Schalke
Stefán Árni Pálsson skrifar
