Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33