Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu.
Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur.
Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur.
Úrslitin munu ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum hér á Twitch síðu Ljósleiðarans.
Það eru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem standa að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.
Hægt er að fylgjast með úrslitaviðureigninni hér að neðan.