Leitin að Birnu jók styrki Landsbjargar Snærós Sindradóttir skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fjölmargir leituðu að Birnu. Vísir/Vilhelm Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira