Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 17:34 Komið hefur til átaka milli mótmælendahópanna tveggja í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12