Vill gera Veröld heimsfræga Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2017 09:00 Vigdís vill nýta sjónvarp til kennslu í ýmsum greinum. "Jafnvel að gera það að eins konar opnum háskóla,“ segir hún. Visir/GVA Vigdís Finnbogadóttir býr enn í sama húsi þar sem hún stóð á svölum úti sumarið 1980, nýr forseti Íslands. „Nei, ekki vera að fara úr skónum því hér er allt svo franskt,“ fer Vigdís fram á þegar blaðamaður kemur í heimsókn. Það er satt, það er heimilislegt um að litast. Í eldhúsinu eru nýleg frönsk tímarit, á forsíðunum er fjallað um forsetakosningar þar í landi. Vigdís býður upp á kaffi og segist vilja hafa það sterkt. Það er kveikt á útvarpinu. Vigdís fylgist grannt með gangi mála. Hvert sem litið er má sjá myndir af barnabörnunum. Þau eru orðin fjögur. „Kannski fimm ef ég er talin með,“ segir Vigdís. „Tvisvar verður gamall maður barn,“ segir hún og grípur til þessa forna máltækis. Að baki máltækinu liggur sú hugsun að þegar við eldumst verðum við aftur eins og börn, öðrum háð. En kannski líka að þá kunnum við betur að meta það einfalda í lífinu. Grípum kjarnann, það sem máli skiptir. Þótt Vigdís sé orðin 87 ára gömul er öllum ljóst sem hana þekkja að hún er engum háð. Hún sýnist full orku og sinnir sínum helstu ástríðum og áhugamálum. Ræktun tungunnar, þörfinni fyrir þekkingu á erlendum tungumálum til að skilja heiminn, verndun náttúrunnar, leikhúsinu og qigong sem hún hefur stundað í áratugi.Veröld – hús Vigdísar var opnað á sumardaginn fyrsta. Visir/GVAVigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í tungumálum frá árinu 1998 og er reyndar fyrsti opinberi talsmaður tungumála í heiminum. Veröld – hús Vigdísar, sem helgað verður kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu, var formlega opnað á sumardaginn fyrsta og á sama tíma var opnuð sýning sem snýr að störfum og hugðarefnum Vigdísar sem er traustur bakhjarl hússins. Í framtíðinni á að vera hægt að kynna sér sem flest tungumál heimsins. Byggingin mun hýsa Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, sem starfrækt er á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO. „Auður Hauksdóttir á allan heiður af stofnuninni,“ segir Vigdís ákveðin og nefnir fjölbreytta starfsemi hússins en í því er aðstaða fyrir fyrirlestra og ráðstefnur, aðstaða fyrir fræðimenn og til kennslu og rannsókna. „Ég var þar fyrr í dag með Susönu Rinaldi, frægri argentínskri söngkonu. Hún er velgjörðarsendiherra eins og ég. Hún tók nokkra tóna í fyrirlestrarsalnum sem er músíksalur líka og það var undursamlegt að hlusta á. Auður hefur gert þetta allt saman. Ég er aðeins traustur bakhjarl.“ Hún hefur sett fram fallega Rosendahl postulínsbolla, skreytta myndum úr ævintýrum H.C. Andersens. Hún hellir upp á kaffið beint á álbrúsa sem hún notar mikið og vissulega er það sterkt en bragðgott. Talið berst að ofgnótt upplýsinga á ensku á netinu. „Allur þessi mokstur á enskum upplýsingum hlýtur að hafa áhrif á það hvernig við hugsum,“ segir Vigdís og segir sýn fólks bindast við fábreytta miðla. „Við fáum ekki nógu víða sýn. Við setjum okkur ekki mikið í samband við fleiri tungumál, fleiri menningarheima,“ bendir hún á. „Því fleiri tungumál sem maður getur sett sig í samband við hugarfarslega, því betra. Ég tala ekki ítölsku eða færeysku. En ég get lesið þessi tungumál, náð einhverjum skilningi. Það er mikilvægt að reyna að skilja,“ segir hún.Varðandi þessa viðleitni, að reyna að skilja, hefur hún heyrt af sýrlensku bræðrunum Mohamed Kouwatli og Yossed Kouwatli, sem eru fjórtán og fimmtán ára gamlir og smíða orðabók sem á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hver annan? „Þetta er kjarni málsins í dag, ef ég á að segja eins og er, svona framtak er einstakt, þetta eru fyrirmyndir,“ segir Vigdís og segir þessa dáð strákanna líka merki um hvers ungmenni eru megnug. Það megi byrja að kenna þeim miklu fyrr og miklu meira. „Við byrjum ekki nógu snemma, það er mjög óhentugt og hálfgert slys að byrja til dæmis ekki að kenna dönskuna fyrr á meðan börnunum gæti þótt hún svo afar skemmtileg. Enda var miklu betri kunnátta í gamla daga. Þá lásu börn danskar myndasögur, aðallega Anders And. Síðan finnst mér vanta að nota sjónvarpið sem kennslutæki í ýmsum greinum, jafnvel að gera það að eins konar opnum háskóla,“ segir Vigdís sem vakti einmitt athygli fyrir frönskukennslu í Ríkissjónvarpinu á árunum 1970-71. „Allir krakkar horfðu í þá daga á þessa þætti í sjónvarpinu af því að þeim fannst skemmtilegt að spreyta sig á frönsku. Seinna þegar ég fór í heimsóknir út á land, þá heilsuðu krakkarnir mér á frönsku: Bonjour, Vigdise, où est Gerard?“ Ég veit að á meðal fyrstu dagskrárefna Ríkisútvarpsins var tungumálakennsla. Menn gátu meira að segja sent inn stíla. Kennarinn sat einhvers staðar úti í bæ og leiðrétti og sendi til baka,“ segir Vigdís.En nú eru krakkar yfir sig hrifnir af norskum þáttum sem heita Skam og eru farnir að sletta og skammast á norsku. Drit kul, fy faen og dritsæk?… svo ég skammist aðeins á norsku. Hefur þú ekki séð Skam? „Nei, ég er á erlendu stöðvunum á kvöldin að horfa á fréttir eða í tölvunni. Er þetta ekki eitthvert næturgöltur, eða? En ég hef nú samt lesið um þessa þætti, Skam, best ég horfi bara á næsta þátt,“ segir hún og brosir. Hún segist ekki vilja dæma um hverjar séu helstu hætturnar sem steðji að íslensku máli. „Það þarf að byrja á því að stafræna íslenska tungu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, er í því mikilvæga verkefni. Síðan þarf að hvetja ungt fólk til að varðveita íslenskuna. Ég hef verið að reyna að kenna barnabörnunum að heilsa og kveðja. Ég segi við þau að ef þau segja hæ og bæ, þá geti þau alveg eins sagt voff, voff. Það sé merkingarlaust. Við megum alls ekki týna þessum fallegu orðum við að heilsast og kveðjast, komdu sæll og vertu blessaður. Ég er búin að segja þeim þetta svo oft að þau segja: Amma er komin, það má ekki segja hæ og bæ. Svo gleyma þau sér og segja bæ,“ segir hún og hlær. Hvaða væntingar hefur hún til Veraldar? „Ég vil að sjálfsögðu gera Veröld heimsfræga. Við erum á stiklu milli tveggja heimsálfa, Ameríku og Evrasíu. Við getum sent út menningarskilaboð um hve tungumál heimsins eru mikilvæg og menningin sem þau skapa. Við erum hér 330 þúsund manns sem tölum eldgamalt mál og búum við metnað til að varðveita tungumálið. Tungumál varðveita alla menningu. Mál er manns aðal. Allt er búið til í orðum í heimi manna. Það eru til um 6.700 tungumál í heiminum, sum þessara tungumála eru í hættu. Við þurfum að vera mjög meðvituð um íslenska tungu því ef hún glatast þá glötum bæði við og veröldin arfinum sem henni fylgir. Við erum þekkt í heiminum fyrir menningararf okkar sem tengist tungumálinu. Á meðan aðrir voru að skrifa á latínu vorum við að skrifa á íslenskri tungu. Ég hef alltaf stutt mig við þennan arf. Ég halla mér að Snorra Sturlusyni eins og hann sé minn mesti vinur og krydda oft mál mitt í útlöndum með sögum hans. Það er ein æfing sem við gerum alltaf í qigong og snýst um að kyrra hugann,“ segir Vigdís og teygir hendurnar upp og snýr lófum að höfði. „Maður leggur hendurnar svona yfir höfuðið og biður hugann að kyrra sig. En til þess, þá þarf orð. Hugurinn hlýðir aðeins, hafir þú orð,“ segir Vigdís og minnir þannig á að það er miklu fleira í hættu þegar tungumál tapast en að fólk geti ekki haft samskipti sín á milli. Innra samtalið glatist einnig og þar með sjálfsvitund og skilningur.Segjum sem svo að ráðamenn sinni þessu verkefni ekki. Hvað þá? „Þá er hætt við að hér vaxi upp þjóð sem kann ekki á fortíð sína. Það sem bjargaði íslensku máli forðum daga var þegar Biblían var þýdd á íslensku á sextándu öld. Guð talaði við okkur á íslensku. Nú þarf tæknin að tala við okkur á íslensku.“ Hún líkir oft tungumálum við veggteppi. „Afar litríkan stóran vef sem heillar með ótal blæbrigðum sínum. Ef tungumál glatast, þá hverfur litur úr teppinu og það verður gráleitara, slitið og lúið.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir býr enn í sama húsi þar sem hún stóð á svölum úti sumarið 1980, nýr forseti Íslands. „Nei, ekki vera að fara úr skónum því hér er allt svo franskt,“ fer Vigdís fram á þegar blaðamaður kemur í heimsókn. Það er satt, það er heimilislegt um að litast. Í eldhúsinu eru nýleg frönsk tímarit, á forsíðunum er fjallað um forsetakosningar þar í landi. Vigdís býður upp á kaffi og segist vilja hafa það sterkt. Það er kveikt á útvarpinu. Vigdís fylgist grannt með gangi mála. Hvert sem litið er má sjá myndir af barnabörnunum. Þau eru orðin fjögur. „Kannski fimm ef ég er talin með,“ segir Vigdís. „Tvisvar verður gamall maður barn,“ segir hún og grípur til þessa forna máltækis. Að baki máltækinu liggur sú hugsun að þegar við eldumst verðum við aftur eins og börn, öðrum háð. En kannski líka að þá kunnum við betur að meta það einfalda í lífinu. Grípum kjarnann, það sem máli skiptir. Þótt Vigdís sé orðin 87 ára gömul er öllum ljóst sem hana þekkja að hún er engum háð. Hún sýnist full orku og sinnir sínum helstu ástríðum og áhugamálum. Ræktun tungunnar, þörfinni fyrir þekkingu á erlendum tungumálum til að skilja heiminn, verndun náttúrunnar, leikhúsinu og qigong sem hún hefur stundað í áratugi.Veröld – hús Vigdísar var opnað á sumardaginn fyrsta. Visir/GVAVigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í tungumálum frá árinu 1998 og er reyndar fyrsti opinberi talsmaður tungumála í heiminum. Veröld – hús Vigdísar, sem helgað verður kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu, var formlega opnað á sumardaginn fyrsta og á sama tíma var opnuð sýning sem snýr að störfum og hugðarefnum Vigdísar sem er traustur bakhjarl hússins. Í framtíðinni á að vera hægt að kynna sér sem flest tungumál heimsins. Byggingin mun hýsa Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, sem starfrækt er á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO. „Auður Hauksdóttir á allan heiður af stofnuninni,“ segir Vigdís ákveðin og nefnir fjölbreytta starfsemi hússins en í því er aðstaða fyrir fyrirlestra og ráðstefnur, aðstaða fyrir fræðimenn og til kennslu og rannsókna. „Ég var þar fyrr í dag með Susönu Rinaldi, frægri argentínskri söngkonu. Hún er velgjörðarsendiherra eins og ég. Hún tók nokkra tóna í fyrirlestrarsalnum sem er músíksalur líka og það var undursamlegt að hlusta á. Auður hefur gert þetta allt saman. Ég er aðeins traustur bakhjarl.“ Hún hefur sett fram fallega Rosendahl postulínsbolla, skreytta myndum úr ævintýrum H.C. Andersens. Hún hellir upp á kaffið beint á álbrúsa sem hún notar mikið og vissulega er það sterkt en bragðgott. Talið berst að ofgnótt upplýsinga á ensku á netinu. „Allur þessi mokstur á enskum upplýsingum hlýtur að hafa áhrif á það hvernig við hugsum,“ segir Vigdís og segir sýn fólks bindast við fábreytta miðla. „Við fáum ekki nógu víða sýn. Við setjum okkur ekki mikið í samband við fleiri tungumál, fleiri menningarheima,“ bendir hún á. „Því fleiri tungumál sem maður getur sett sig í samband við hugarfarslega, því betra. Ég tala ekki ítölsku eða færeysku. En ég get lesið þessi tungumál, náð einhverjum skilningi. Það er mikilvægt að reyna að skilja,“ segir hún.Varðandi þessa viðleitni, að reyna að skilja, hefur hún heyrt af sýrlensku bræðrunum Mohamed Kouwatli og Yossed Kouwatli, sem eru fjórtán og fimmtán ára gamlir og smíða orðabók sem á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hver annan? „Þetta er kjarni málsins í dag, ef ég á að segja eins og er, svona framtak er einstakt, þetta eru fyrirmyndir,“ segir Vigdís og segir þessa dáð strákanna líka merki um hvers ungmenni eru megnug. Það megi byrja að kenna þeim miklu fyrr og miklu meira. „Við byrjum ekki nógu snemma, það er mjög óhentugt og hálfgert slys að byrja til dæmis ekki að kenna dönskuna fyrr á meðan börnunum gæti þótt hún svo afar skemmtileg. Enda var miklu betri kunnátta í gamla daga. Þá lásu börn danskar myndasögur, aðallega Anders And. Síðan finnst mér vanta að nota sjónvarpið sem kennslutæki í ýmsum greinum, jafnvel að gera það að eins konar opnum háskóla,“ segir Vigdís sem vakti einmitt athygli fyrir frönskukennslu í Ríkissjónvarpinu á árunum 1970-71. „Allir krakkar horfðu í þá daga á þessa þætti í sjónvarpinu af því að þeim fannst skemmtilegt að spreyta sig á frönsku. Seinna þegar ég fór í heimsóknir út á land, þá heilsuðu krakkarnir mér á frönsku: Bonjour, Vigdise, où est Gerard?“ Ég veit að á meðal fyrstu dagskrárefna Ríkisútvarpsins var tungumálakennsla. Menn gátu meira að segja sent inn stíla. Kennarinn sat einhvers staðar úti í bæ og leiðrétti og sendi til baka,“ segir Vigdís.En nú eru krakkar yfir sig hrifnir af norskum þáttum sem heita Skam og eru farnir að sletta og skammast á norsku. Drit kul, fy faen og dritsæk?… svo ég skammist aðeins á norsku. Hefur þú ekki séð Skam? „Nei, ég er á erlendu stöðvunum á kvöldin að horfa á fréttir eða í tölvunni. Er þetta ekki eitthvert næturgöltur, eða? En ég hef nú samt lesið um þessa þætti, Skam, best ég horfi bara á næsta þátt,“ segir hún og brosir. Hún segist ekki vilja dæma um hverjar séu helstu hætturnar sem steðji að íslensku máli. „Það þarf að byrja á því að stafræna íslenska tungu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, er í því mikilvæga verkefni. Síðan þarf að hvetja ungt fólk til að varðveita íslenskuna. Ég hef verið að reyna að kenna barnabörnunum að heilsa og kveðja. Ég segi við þau að ef þau segja hæ og bæ, þá geti þau alveg eins sagt voff, voff. Það sé merkingarlaust. Við megum alls ekki týna þessum fallegu orðum við að heilsast og kveðjast, komdu sæll og vertu blessaður. Ég er búin að segja þeim þetta svo oft að þau segja: Amma er komin, það má ekki segja hæ og bæ. Svo gleyma þau sér og segja bæ,“ segir hún og hlær. Hvaða væntingar hefur hún til Veraldar? „Ég vil að sjálfsögðu gera Veröld heimsfræga. Við erum á stiklu milli tveggja heimsálfa, Ameríku og Evrasíu. Við getum sent út menningarskilaboð um hve tungumál heimsins eru mikilvæg og menningin sem þau skapa. Við erum hér 330 þúsund manns sem tölum eldgamalt mál og búum við metnað til að varðveita tungumálið. Tungumál varðveita alla menningu. Mál er manns aðal. Allt er búið til í orðum í heimi manna. Það eru til um 6.700 tungumál í heiminum, sum þessara tungumála eru í hættu. Við þurfum að vera mjög meðvituð um íslenska tungu því ef hún glatast þá glötum bæði við og veröldin arfinum sem henni fylgir. Við erum þekkt í heiminum fyrir menningararf okkar sem tengist tungumálinu. Á meðan aðrir voru að skrifa á latínu vorum við að skrifa á íslenskri tungu. Ég hef alltaf stutt mig við þennan arf. Ég halla mér að Snorra Sturlusyni eins og hann sé minn mesti vinur og krydda oft mál mitt í útlöndum með sögum hans. Það er ein æfing sem við gerum alltaf í qigong og snýst um að kyrra hugann,“ segir Vigdís og teygir hendurnar upp og snýr lófum að höfði. „Maður leggur hendurnar svona yfir höfuðið og biður hugann að kyrra sig. En til þess, þá þarf orð. Hugurinn hlýðir aðeins, hafir þú orð,“ segir Vigdís og minnir þannig á að það er miklu fleira í hættu þegar tungumál tapast en að fólk geti ekki haft samskipti sín á milli. Innra samtalið glatist einnig og þar með sjálfsvitund og skilningur.Segjum sem svo að ráðamenn sinni þessu verkefni ekki. Hvað þá? „Þá er hætt við að hér vaxi upp þjóð sem kann ekki á fortíð sína. Það sem bjargaði íslensku máli forðum daga var þegar Biblían var þýdd á íslensku á sextándu öld. Guð talaði við okkur á íslensku. Nú þarf tæknin að tala við okkur á íslensku.“ Hún líkir oft tungumálum við veggteppi. „Afar litríkan stóran vef sem heillar með ótal blæbrigðum sínum. Ef tungumál glatast, þá hverfur litur úr teppinu og það verður gráleitara, slitið og lúið.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira