Reyndi að fá Baldur sýknaðan Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 22:02 Jón Steinar Gunnlaugsson og Baldur Guðlaugsson. Vísir/Ernir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur viðurkennt að hafa reynt að fá samdómara sinn til að sýkna náinn vin sinn í máli Þar sem Jón hafði lýst yfir eigin vanhæfi. Vinurinn, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2012. Jón Steinar viðurkenndi afskiptin í viðtali við Kveik á RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsiJón Steinar gaf nýverið út bókina Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason höfðaði mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni. Nánar tiltekið, þeim ummælum Jóns Steinars að Benedikt og aðrir dómarar í meirihluta Hæstaréttar hafi framið dómsmorð á Baldri.Sjá einnig: Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni SteinariÍ frétt Ríkisútvarpsins segir að fram komi í stefnu Benedikts að Jón Steinar hafi ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómara í málinu og reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þess. „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls,“ segir í stefnunni samkvæmt RÚV. Jón Steinar viðurkenndi þetta í áðurnefndu viðtali og einnig að hann hafði afhent þremur dómurum skjal þar sem hann hafði rökstutt af hverju þeir ættu að sýkna Baldur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, segir að mögulega hefði átt að kæra afskiptin á sínum tíma. Dómsformaður hefði verið látinn vita og hann hefði talað við Jón Steinar og hann hefði beðist afsökunar. Málið hefði stoppað þar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur viðurkennt að hafa reynt að fá samdómara sinn til að sýkna náinn vin sinn í máli Þar sem Jón hafði lýst yfir eigin vanhæfi. Vinurinn, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2012. Jón Steinar viðurkenndi afskiptin í viðtali við Kveik á RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsiJón Steinar gaf nýverið út bókina Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason höfðaði mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni. Nánar tiltekið, þeim ummælum Jóns Steinars að Benedikt og aðrir dómarar í meirihluta Hæstaréttar hafi framið dómsmorð á Baldri.Sjá einnig: Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni SteinariÍ frétt Ríkisútvarpsins segir að fram komi í stefnu Benedikts að Jón Steinar hafi ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómara í málinu og reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þess. „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls,“ segir í stefnunni samkvæmt RÚV. Jón Steinar viðurkenndi þetta í áðurnefndu viðtali og einnig að hann hafði afhent þremur dómurum skjal þar sem hann hafði rökstutt af hverju þeir ættu að sýkna Baldur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, segir að mögulega hefði átt að kæra afskiptin á sínum tíma. Dómsformaður hefði verið látinn vita og hann hefði talað við Jón Steinar og hann hefði beðist afsökunar. Málið hefði stoppað þar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira