Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 13:24 Hari Kondabolu hefur oft fjallað um búðareigandann Apu í uppistandi sínu. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira