Erlent

„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt. Vísir/AFP
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina.

Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur.

Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS.

Smá má skýringarmyndband CIT hér.

Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra.

Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið.

„Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.

Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í 

Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan.

Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×