Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 18:45 Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira