Sláandi tölur í nýrri skýrslu sem sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 10:20 Skýrslan sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka. vísir/getty Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira