Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 09:52 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, við upphaf fundarins í morgun. vísir/vilhelm Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00