Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 05:00 Úr Grensáskirkju. vísir/gva Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54