Enski boltinn

Utandeildarlið Sutton í 16-liða úrslitin eftir sigur gegn Leeds

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ungur stuðningsmaður Sutton hljóp inná til að fagna með hetjum sínum þegar heimamenn komust yfir.
Ungur stuðningsmaður Sutton hljóp inná til að fagna með hetjum sínum þegar heimamenn komust yfir. Vísir/Getty
Sutton United sem er nýliði í fimmtu efstu deild Englands gerði sér lítið fyrir og sló út hið sögufræga félag Leeds United í 32-liða úrslitum enska bikarsins á heimavelli en leiknum lauk með 1-0 sigri Sutton.

Er þetta í fyrsta skiptið í sögu félagsins sem liðið kemst í 16-liða úrslitin. Hafði Sutton einu sinni áður í sögu félagsins leikið í 32-liða úrslitum þar sem Leeds var einmitt mótherjinn árið 1970 en þá vann Leeds 6-0 sigur.

Jamie Collins skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum undir lok fyrri hálfleiks en Liam Cooper, varnarmaður Leeds, fékk rautt spjald stuttu fyrir leikslok.

Þrátt fyrir að gestirnir hafi verið með boltann stærstan hluta seinni hálfleiks voru það heimamenn í Sutton sem fögnuðu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af eftir sex mínútur af uppbótartíma.

Verða því tvö lið úr ensku utandeildinni (e. National League) í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin en Lincoln City sem vermir toppsæti utandeildarinnar tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×