Enski boltinn

Mourinho segir að aðeins Young fái að yfirgefa félagið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Young hefur setið mikið á bekknum í vetur.
Young hefur setið mikið á bekknum í vetur. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera viss um framtíð Ashley Young hjá félaginu en hann segir að engir aðrir leikmenn fái að yfirgefa félagið í félagsskiptaglugganum.

Young sem hefur leikið 150 leiki í öllum keppnum fyrir Manchester United var ekki í hóp gegn Wigan í enska bikarnum í dag en tækifæri hans hafa verið af skornum skammti í vetur.

Manchester United hefur þegar selt Memphis Depay og Morgan Schneiderlin frá félaginu en aðspurður hvort það væru fleiri menn á förum sagði Mourinho að aðeins Young fengi að fara.

„Eini leikmaðurinn sem gæti farið frá félaginu í janúarglugganum er Ashley Young, ég vonast til þess að hann verði áfram og myndi sakna hans en ég mun ekki útiloka það að hann fari. Þessvegna var hann ekki í hópnum í dag, ég vildi gefa öðrum tækifæri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×