Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 17:03 Þrjár efstu í kvennaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira
Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira