Enski boltinn

Conte óviss um framtíð Ivanovic hjá Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Branislav Ivanovic hefur leikið tæplega 400 leiki fyrir Chelsea.
Branislav Ivanovic hefur leikið tæplega 400 leiki fyrir Chelsea. Vísir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki viss er hann var spurður út í það hvort leikur Chelsea í gær hefði verið síðasti leikur serbneska bakvarðarins Branislav Ivanovic fyrir félagið.

Ivanovic hefur lítið komið við sögu hjá Conte undanfarna mánuði en hann byrjaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni í september.

Kom hann inná sem varamaður í 377. leik sínum fyrir félagið í gær og skoraði 34. mark sitt fyrir félagið.

Á hann aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum en hann er sagður vera á förum frá félaginu aftur til Rússlands eftir níu ár í herbúðum Lundúnarfélagsins.

„Það hefur verið erfitt fyrir hann að sitja á bekknum, hann hefur verið frábær í þágu félagsins öll þessi ár og ég vonast til þess að hann verði hér áfram en ég skil að hann þarf að taka ákvörðun sem er best fyrir hann og fjölskylduna hans,“ sagði Conte og hélt áfram:

„Hann á virðingu skilið frá stuðningsmönnum Chelsea eftir alla leikina og titlana sem hann hefur unnið með félaginu,“ sagði Conte sem vildi þó ekki staðfesta að Ivanovic hefði óskað eftir sölu frá félaginu.

Hann staðfesti hinsvegar að verið væri að leita að nýjum varamarkmanni til þess að Asmir Begovic fengi að yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×