Viðskipti innlent

Hæstiréttur sýknar Róbert og Árna af kröfu Björgólfs Thors

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Róbert Wessmann var sýknaður af kröfu Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Róbert Wessmann var sýknaður af kröfu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Vísir/Stefán/Vilhelm
Róbert Wessman og Árni Harðarson voru í dag sýknaðir af kröfu Björgólfs Thors Björgólfssonar vegna millifærslu fjögurra milljóna evra af reikningi Actavis Group inn á reikning Salt Investmens, félags í eigu Róberts. Björgólfur stefndi þeim félögum, sem og Salt Investments, vegna málsins.

Héraðsdómur hafði áður sýknað þá félaga af kröfum Björgólfs Thor og hefur Hæstiréttur nú einnig sýknað þá af kröfum Björgólfs.

Björgólfur krafðist þess að þeir Róbert og Árni yrðu dæmdir til að greiða sér tvær milljónir evra ásamt vöxtum frá 2010. Björgólfur taldi að Árni og Róbert hefðu án umboðs og heimildar látið millifæra milljónirnar fjórar, sem voru í eigu Mainsee af reikningi Actavis Group inn á reikning Salt og nýtt í eigin þágu. Björgólfur og Róbert áttu í gegnum dótturfélög sín Mainsee til helminga.

Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Árni hefði haft fullt umboð til þess að fara fram á að fjármunirnir yrðu fluttir af reikningi Acatavis yfir á reikning Salt Investment. Hæstiréttur telur hins vegar að sú ráðstöfun hafi verið ólöglgeg en sýknaði Róbert og Árna engu að síður þar sem lánið hafði verið fært yfir á Salt Investments. Þar með væru ekki forsendur fyrir Björgólf að krefjast skaðabóta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×