Viðskipti innlent

Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað talsvert síðan 1. febrúar.
Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað talsvert síðan 1. febrúar. vísir/vilhelm
Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,4 prósent í virði í dag í 779 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. Félagið var aftur á móti ekki hástökkvari dagsins því bréf Marel fóru upp um 7,4 prósent í 1,3 milljarða króna viðskiptum.

Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hækkaði um 6,2 prósent og bréf í Nýherja fóru upp um 3,7 prósent.

Verslunarfyrirtækið Hagar var eina félagið á Aðallista Kauphallar Íslands sem lækkaði í verði eða um rétt tæpt eitt prósent. Bandaríski smásölurisinn Costco, sem opnar verslun sína í Kauptúni í mars og mun þá hefja samkeppni við Haga og önnur sambærileg fyrirtæki, tilkynnti í dag að meðlimagjald einstaklinga sem vilji versla í vöruhúsi Costco verði 4.800 krónur.


Tengdar fréttir

Hlutabréf Icelandair lækkuðu þriðja daginn í röð

Gengi hlutabréfa Icelandair Group var 15,95 krónur á hlut við lokun markaða í dag og lækkuðu þau því í verði þriðja daginn í röð. Veltan með bréf flugfélagsins í dag var þó talsvert minni en dagana á undan, eða um 401 milljónir króna, og lækkuðu bréfin um 1,54 prósent.

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu

Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Ice­landair og hluthafa fyrirtækisins.

Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild

Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×