Bíó og sjónvarp

Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Hera Hilmarsdóttir segir hlutverkið vera frábært tækifæri.
Hera Hilmarsdóttir segir hlutverkið vera frábært tækifæri. Vísir/Stefán
„Ég get staðfest að þetta er að gerast og ég er að fara í tökur á Mortal Engines í ár. Þetta er allt ennþá mjög nýtt og ég get ekki sagt mikið meira um það að svo stöddu,“ segir Hera Hilmarsdóttir, spurð út í hlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve.

Um er að ræða lykilhlutverk sem að öllum líkindum mun opna henni fleiri dyr í framtíðinni.

„Ég hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki sem kemur að myndinni,“ segir Hera ánægð.

Fram hefur komið á kvikmyndavefnum IMDb að Hera fari að öllum líkindum með hlutverk ungu dularfullu konunnar Hester Shaw, sem kemur fram í öllum fjórum bókum bókaflokksins Mortal Eng­ines, og kynnist aðalpersónunni Tom Nats­worthy sem Robert Sheehan leikur. Óhætt er að segja að ef rétt reynist er Hera búin að tryggja sér góða stöðu sem leikkona í framtíðinni.

„Þetta er frábært tækifæri,“ segir Hera, en Fréttablaðið mun fylgjast vel með þegar fleiri fréttir berast af hlutverki Heru í myndinni.

Robert Sheehan.Vísir/Getty
Robert Sheehan

-Fæddur 7. janúar 1988.

-14 ára fór mamma hans með hann í prufur fyrir Song for a Raggy Boy.

-Tilnefndur til Bafta TV Award 2011, í flokknum Besti aukaleikari, fyrir hlutverk sitt í myndinni Misfits.

-Lék í The Mortal Instruments: City of Bones, í leikstjórn Haralds Zwart árið 2013 og Season of the Witch, í leikstjórn Dominic Sena árið 2011.

-Í ár mun hann leika í spennuþáttunum Fortitude. Þar leikur einnig íslenski leikarinn Björn Hlynur en þættirnir eru teknir upp hér á landi að hluta.

Peter Jakcson
Peter Jackson

-Fæddist 31. október 1961 á Nýja-Sjálandi.

-Fyrsta mynd hans sem leikstjóri er Bad Taste 1987.

-Leikstýrði The Lord of the Rings: The Fell­owship of the Ring árið 2001.

-Leikstýrði King Kong 2005.

-Leikstýrði The Hobbit: An Unexpected Journey árið 2012.

-Hefur hlotið yfir hundrað tilnefningar fyrir störf sín í kvikmyndageiranum.

-Vann Óskarinn, Golden Globe og Bafta Film Award 2004 sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King.

Christian Rivers

-Fæddist 1974 á Nýja-Sjálandi.

-Hitti Peter Jackson fyrst þegar hann var 17 ára og hefur verið nánasti samstarfsmaður hans síðustu 24 ár.

-Fyrsta myndin sem hann vann með Peter var Braindead árið 1992.

-Hefur unnið við tæknibrellur í stórmyndum Jacksons.

-Vann Óskarinn og Bafta Film Award árið 2006 fyrir bestu tæknibrellur í kvikmyndinni King Kong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.