Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Guðný Hrönn skrifar 9. febrúar 2017 10:15 Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim og fjölmiðlar á borð við Daily Mail og Metro hafa fjallað um hann. Mynd/Marla Aufmuth Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar. Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar.
Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09