Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 10:18 "Fleiri kaupmenn en kassar!“ Twitter Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan. Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan.
Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57