Enski boltinn

Lovren: Gefið flóttamönnum tækifæri - ég veit hvernig þeim líður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lovren í umræddu viðtali.
Lovren í umræddu viðtali. Mynd/Skjáskot
Dejan Lovren er í afar áhugaverðu viðtali í heimildarþætti sem unninn var fyrir sjónvarp Liverpool og sýndur í gær.

Í þættinum greinir Lovren frá því hvernig það var að alast upp í stríðinu á Balkansskaganum snemma á níunda áratug síðustu aldar en fjölskylda hans varð að flýja heimili sitt í smábænum Kraljeva Sutjeska.

„Það voru litlu þorpin sem fengu verstu útreiðina. Þar áttu sér stað hrottaleg morð,“ lýsti Lovren.

„Bróðir frænda míns var myrtur með hníf fyrir framan annað fólk. Ég hef aldrei rætt um frænda minn það er erfitt. En hann missti einn af sínum nánustu fjölkyldumeðlimum. Erfitt ...“

Lovren var aðeins þriggja ára þegar stríðið braust út árið 1992 og flúði fjölskylda hans til Þýskalands. Þar bjó hann í sjö ár þar til að henni var gert að flytja til Króatíu en meira en 100 þúsund manns létu lífið í stríðinu á Balkansskaga.

„Við höfðum allt til alls,“ sagði Lovren um líf fjölskyldunnar fyrir stríðið. „Það voru aldrei nein vandamál. Allt gekk vel með nágranna okkar - með múslimunum og Serbunum. Samskiptin voru í góðu lagi og allir nutu lífsins. Svo byrjaði stríðið.“

Það má lesa meira um frásögn Lovren í frétt Daniel Taylor í breska blaðinu Guardian. Og myndina má sjá í heild sinni á heimasíðu LFC TV.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×