Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. mars 2017 19:59 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/GVA Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur en dómur í máli Gnár gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp í dag. Úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní árið 2015 að innanríkisráðuneytið hafi brotið lög í ráðningaferli í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þann 21. febrúar 2014 auglýsti innanríkisráðuneytið lausar til umsóknar þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á löggæslusviði við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Um stöðurnar þrjár bárust 51 umsókn, en þar af voru 11 umsækjendur konur. Af þeim sem sóttu um voru 25 umsækjendur taldir uppfylla hæfisskilyrðin sem sett voru fram í auglýsingu. Var þeim boðið í fyrsta starfsviðtal. G ná var í hópi þeirra sem komust í fyrsta starfsviðtal, en auk hennar voru tvær aðrar konur boðaðar í það viðtal. Gná komst ekki áfram í ráðningarferlinu og var því ekki meðal þeirra tíu umsækjenda sem hæfnismatsnefndin mat hæfasta. Þann 26. maí 2014 voru svo þrír karlmenn settir í hinar þrjár auglýstu stöður.Gná Guðjónsdóttirvísir/andriFjórtán ára reynsla Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. Í viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2015 sagði Gná að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin.Gert lítið úr starfsreynslu og menntun Krafa Gnár um miskabætur byggðist á því að í ráðningarferlinu hafi verið gert lítið úr allri starfsreynslu hennar og menntun og í því hafi falist meingarð gegn æru hennar og persónu. „Að þeirri niðurstöðu var komist í úrskurði kærunefndar jafnréttismála 12. júní 2015 að stefndi hafi, í ráðningarferlinu, mismunað stefnanda á grundvelli kynferðis hennar og þannig brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Verður að telja slík brot almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir slíkri mismunun verður miska. Í ljósi þess hvernig brotið var gegn stefnanda í málinu verður talið að uppfyllt séu skilyrði 31. gr. laga nr. 10/2008 til þess að dæma stefnanda miskabætur,“ segir í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hæfilegar miskabætur væru 800 þúsund krónur og bera bæturnar dráttarvexti frá 17. ágúst 2015 en þá var liðinn mánuður frá bréfi lögmanns stefnanda til stefnda með boði um að ljúka málinu með greiðslu á fébótum og miskabótum. Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur en dómur í máli Gnár gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp í dag. Úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní árið 2015 að innanríkisráðuneytið hafi brotið lög í ráðningaferli í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þann 21. febrúar 2014 auglýsti innanríkisráðuneytið lausar til umsóknar þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á löggæslusviði við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Um stöðurnar þrjár bárust 51 umsókn, en þar af voru 11 umsækjendur konur. Af þeim sem sóttu um voru 25 umsækjendur taldir uppfylla hæfisskilyrðin sem sett voru fram í auglýsingu. Var þeim boðið í fyrsta starfsviðtal. G ná var í hópi þeirra sem komust í fyrsta starfsviðtal, en auk hennar voru tvær aðrar konur boðaðar í það viðtal. Gná komst ekki áfram í ráðningarferlinu og var því ekki meðal þeirra tíu umsækjenda sem hæfnismatsnefndin mat hæfasta. Þann 26. maí 2014 voru svo þrír karlmenn settir í hinar þrjár auglýstu stöður.Gná Guðjónsdóttirvísir/andriFjórtán ára reynsla Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. Í viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2015 sagði Gná að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin.Gert lítið úr starfsreynslu og menntun Krafa Gnár um miskabætur byggðist á því að í ráðningarferlinu hafi verið gert lítið úr allri starfsreynslu hennar og menntun og í því hafi falist meingarð gegn æru hennar og persónu. „Að þeirri niðurstöðu var komist í úrskurði kærunefndar jafnréttismála 12. júní 2015 að stefndi hafi, í ráðningarferlinu, mismunað stefnanda á grundvelli kynferðis hennar og þannig brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Verður að telja slík brot almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir slíkri mismunun verður miska. Í ljósi þess hvernig brotið var gegn stefnanda í málinu verður talið að uppfyllt séu skilyrði 31. gr. laga nr. 10/2008 til þess að dæma stefnanda miskabætur,“ segir í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hæfilegar miskabætur væru 800 þúsund krónur og bera bæturnar dráttarvexti frá 17. ágúst 2015 en þá var liðinn mánuður frá bréfi lögmanns stefnanda til stefnda með boði um að ljúka málinu með greiðslu á fébótum og miskabótum.
Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15