Kvöldfréttir Stöðvar 2: Áreiti hluti af starfi skemmtikrafta Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. mars 2017 16:13 Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona, og Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, ræða um áreiti sem því fylgir að hafa atvinnu af því að skemmta öðrum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en bæði hafa þau orðið fyrir slíku við það eitt að vinna sína vinnu. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á laugardagskvöldið áreitt af gesti á árshátíð Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll þegar hún var við það að stíga á svið. Salka greindi frá því á Twitter þegar gestur árshátíðarinnar kleip hana í rassinn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir skemmtikraftar lenda í slíku áreiti í vinnunni. Þórunn og Atli Viðar þeirra á meðal. Þorsteinn Guðmundsson, Bubbi og Dóri DNA létu sig málið einnig varða á Twitter og tóku undir með Sölku. Sjá einnig: Bubbi hefur oft verið áreittur kynferðislega og skilur Sölku Sól vel: „Konur hafa oft gripið í klof mér og rassinn.“ Þá lýsti Margrét Erla Maack, dansari og plötusnúður, reynslu sinni í Fréttablaðinu í dag. Hún hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur í rúman áratug og snemma á ferlinum áttaði hún sig á að áreitni af ýmsum toga af hálfu drukkinna einstaklinga væri partur af starfinu. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ sagði Margrét. Ítarlega verður fjallað um málið og rætt við Þórunni Antoníu og Atla Viðar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18.30. Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona, og Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, ræða um áreiti sem því fylgir að hafa atvinnu af því að skemmta öðrum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en bæði hafa þau orðið fyrir slíku við það eitt að vinna sína vinnu. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á laugardagskvöldið áreitt af gesti á árshátíð Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll þegar hún var við það að stíga á svið. Salka greindi frá því á Twitter þegar gestur árshátíðarinnar kleip hana í rassinn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir skemmtikraftar lenda í slíku áreiti í vinnunni. Þórunn og Atli Viðar þeirra á meðal. Þorsteinn Guðmundsson, Bubbi og Dóri DNA létu sig málið einnig varða á Twitter og tóku undir með Sölku. Sjá einnig: Bubbi hefur oft verið áreittur kynferðislega og skilur Sölku Sól vel: „Konur hafa oft gripið í klof mér og rassinn.“ Þá lýsti Margrét Erla Maack, dansari og plötusnúður, reynslu sinni í Fréttablaðinu í dag. Hún hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur í rúman áratug og snemma á ferlinum áttaði hún sig á að áreitni af ýmsum toga af hálfu drukkinna einstaklinga væri partur af starfinu. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ sagði Margrét. Ítarlega verður fjallað um málið og rætt við Þórunni Antoníu og Atla Viðar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18.30.
Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira