Aldagömul málverk af Geysi komin til landsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Michael Nevin við málverkin tvö. vísir/ernir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira