Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 21:39 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
„Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30