Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Ritstjórn skrifar 28. mars 2017 20:00 Myndir/Laimonas Dom Baranauskas Erna Bergmann frumsýndi nýtt íslensk og sjálfbært sundafatamerki á HönnunarMars, Swimslow. Sýningin fór fram í Héðinshúsinu, í hráum umhverfi sem passaði fullkomlega fyrir sýninguna þar sem lítil sundlaug var meðal annars á tískupallinum. Mr. Silla, tónlistarkona flutti tónlist við sýninguna en þar var Stefán Finnbogason, vöruhönnuður sem byggði sundlaugina. Fríða María Harðardóttir sá um að vera með yfirumsjón á hári og förðun ásamt teymi frá MAC en þeir sáu einnig um að vera með allar förðunarvörur á meðan hárvörurnar voru frá Davines á Íslandi. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Þeir verða fáanlegir innan skamms á heimasíðu merkisins hér og í verslun Hildar Yeoman á Skólavörðustíg. Innan tískubransans hefur verið aukin meðvitund um umhverfisvæna framleiðslu og tískufyrirtæki eru sífellt að vinna að því að komast til móts við strangari umhverfiskröfur neytenda. „Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Innblásturinn fékk ég úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna,“ segir Erna. Fjölmenni sá sýningu og skáluðu með hönnuðinum eftirá. Kíktu á myndirnar frá sýningunni og eftirpartýinu hér fyrir neðan. Ljósmyndir eftir Laimonas Dom Baranauskas. Glamour Tíska Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Melania Trump klæddist Ralph Lauren á kosningakvöldinu Glamour Sjáðu inn í risastóran fataskáp Paris Hilton Glamour „Makeup“ mánudagur Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Dóttir Cindy Crawford er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Hið gagnlega tískutrend Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour
Erna Bergmann frumsýndi nýtt íslensk og sjálfbært sundafatamerki á HönnunarMars, Swimslow. Sýningin fór fram í Héðinshúsinu, í hráum umhverfi sem passaði fullkomlega fyrir sýninguna þar sem lítil sundlaug var meðal annars á tískupallinum. Mr. Silla, tónlistarkona flutti tónlist við sýninguna en þar var Stefán Finnbogason, vöruhönnuður sem byggði sundlaugina. Fríða María Harðardóttir sá um að vera með yfirumsjón á hári og förðun ásamt teymi frá MAC en þeir sáu einnig um að vera með allar förðunarvörur á meðan hárvörurnar voru frá Davines á Íslandi. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Þeir verða fáanlegir innan skamms á heimasíðu merkisins hér og í verslun Hildar Yeoman á Skólavörðustíg. Innan tískubransans hefur verið aukin meðvitund um umhverfisvæna framleiðslu og tískufyrirtæki eru sífellt að vinna að því að komast til móts við strangari umhverfiskröfur neytenda. „Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Innblásturinn fékk ég úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna,“ segir Erna. Fjölmenni sá sýningu og skáluðu með hönnuðinum eftirá. Kíktu á myndirnar frá sýningunni og eftirpartýinu hér fyrir neðan. Ljósmyndir eftir Laimonas Dom Baranauskas.
Glamour Tíska Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Melania Trump klæddist Ralph Lauren á kosningakvöldinu Glamour Sjáðu inn í risastóran fataskáp Paris Hilton Glamour „Makeup“ mánudagur Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Dóttir Cindy Crawford er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Hið gagnlega tískutrend Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour