Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 06:00 Chuong Le Bui kom til Íslands árið 2015 og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Yfirmaður hennar á Nauthóli segir það undarlegt að þurfa vera í háskólanámi til að fá námsmannaleyfi. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
„Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira