Tökum upp þrepaskiptan persónuafslátt Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 24. október 2017 10:30 Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Kosningar 2017 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar