Daily Mail birtir heljarinnar umfjöllun um fríið og þar má sjá Björgólf og David Beckham saman á ströndinni ásamt börnum þeirra.
Þar má glögglega sjá að þeir félagarnir eru báðir í hörkuformi. David Beckham sem er 42 ára lék stærstan hluta knattspyrnuferils síns með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann svo stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Lék hann yfir 100 landsleiki fyrir enska landsliðið og bar fyrirliðabandið um hríð.
Björgólfur Thor Björgólfsson er á lista Forbes yfir ríkustu menn heims en hann komst fyrst á listann árið 2005 en hann er metinn á 1,8 milljarða bandaríkjadala.
Hér má sjá umfjöllun Daily Mail um vinina sem virtust skemmta sér konunglega á ströndinni í Los Angeles um helgina.
Hér að neðan má sjá tíst sem Máni Steinn Ómarsson birti á Twitter en þar má sjá þá félaga saman á ströndinni.
— Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) October 24, 2017