Mannréttindi á leigumarkaði Nichole Leigh Mosty skrifar 24. október 2017 08:52 Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun