Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 BHM telur að huga þurfi að launasetningu starfsmanna í heilbrigðisþjónustu, einkum Landspítalans. BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira