Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í dag.
Ísland er í 22. sæti listans og er áfram besta liðið á Norðurlöndunum.
Svíþjóð er í 34. sæti, Danmörk í 51. sæti, Færeyjar í 80. sæti, Noregur í 87. sæti og Finnland í 108. sæti.
Króatía, sem Ísland sem mætir á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi, er í 18. sæti, fjórum sætum fyrir ofan Íslendinga.
Engar breytingar eru á 10 efstu sætum listans. Brasilía er áfram í 1. sæti, Argentína í öðru og Þýskaland í þriðja. Fjögur af fimm efstu liðunum á listanum koma frá Suður-Ameríku.
Efstu lið á heimslista FIFA:
1. Brasilía
2. Argentína
3. Þýskaland
4. Síle
5. Kólumbía
6. Frakkland
7. Belgía
8. Portúgal
9. Sviss
10.-11. Spánn
10.-11. Pólland
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Ísland fellur um eitt sæti en er samt áfram best á Norðurlöndunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn