Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráðherra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dómstigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um einstaklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvallaratriði við þessi tímamót í réttarsögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prentun áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Píratar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira