Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni 1. júní 2017 07:00 Gríðarlegt magn af gleri er að finna í jarðveginum sem nýttur var í reiðveginn. vísir/sveinn Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veginn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stórhættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar segir þetta hræðileg mistök og að rík áhersla sé lögð á að verktaki skipti út jarðveginum. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðvegarins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyjafjörð og er fjölfarinn alla daga.Sigfús Helgason stjórnarmaður Landsamband Hestamanna„Þarna hefur verið að koma upp glerrusl og postulín sem er stórhættulegt. Efnið virðist hafa verið tekið úr eldgömlum ruslahaug því þarna hafa komið upp Valash glerflöskur sem hætt var að framleiða í kringum 1970 að mig minnir. Við höfum verið í sambandi við Akureyrarbæ og þeir hafa viðurkennt að þarna hefur bara orðið slys við framkvæmdina og þeir ætla að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt,“ bætir Sigfús við. Guðríður Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir vinnu vera hafna við að bæta úr þessu. „Þetta er til skammar og við leggjum mikla áherslu á að úr þessu sé bætt. Verktakar sem unnu verkið eru að vinna að því að skipta út þessum jarðvegi. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta var,“ segir Guðríður. „Við höfum tekið á þessu og munum fylgja þessu eftir.“ Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í gær mátti sjá mikið af gömlum glerflöskum, ampúlum og postulíni í vegöxlum beggja vegna. Ljúka á við lagfæringar á veginum á næstu dögum en bæði gangandi og ríðandi vegfarendur fara um veginn dagsdaglega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veginn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stórhættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar segir þetta hræðileg mistök og að rík áhersla sé lögð á að verktaki skipti út jarðveginum. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðvegarins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyjafjörð og er fjölfarinn alla daga.Sigfús Helgason stjórnarmaður Landsamband Hestamanna„Þarna hefur verið að koma upp glerrusl og postulín sem er stórhættulegt. Efnið virðist hafa verið tekið úr eldgömlum ruslahaug því þarna hafa komið upp Valash glerflöskur sem hætt var að framleiða í kringum 1970 að mig minnir. Við höfum verið í sambandi við Akureyrarbæ og þeir hafa viðurkennt að þarna hefur bara orðið slys við framkvæmdina og þeir ætla að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt,“ bætir Sigfús við. Guðríður Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir vinnu vera hafna við að bæta úr þessu. „Þetta er til skammar og við leggjum mikla áherslu á að úr þessu sé bætt. Verktakar sem unnu verkið eru að vinna að því að skipta út þessum jarðvegi. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta var,“ segir Guðríður. „Við höfum tekið á þessu og munum fylgja þessu eftir.“ Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í gær mátti sjá mikið af gömlum glerflöskum, ampúlum og postulíni í vegöxlum beggja vegna. Ljúka á við lagfæringar á veginum á næstu dögum en bæði gangandi og ríðandi vegfarendur fara um veginn dagsdaglega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira