Innlent

Eldur kom upp í skipi við Þorlákshöfn

Gissur Sigurðsson skrifar
Óljóst er hversu tjónið er mikið eða hver eldsupptökin voru. Mynd úr safni.
Óljóst er hversu tjónið er mikið eða hver eldsupptökin voru. Mynd úr safni. Vísir/STefán
Eldur kviknaði í mannlausu 150 tonna stálfiskiskipi í nótt, þar sem það lá við bryggju í Þorlákshöfn. Áhöfn á báti, sem var að koma í land tilkynnti um reyk frá skipinu og gerði viðvart.

Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu var sent á vettvang og hefur dælt vatni og sjó ofan í íbúðir áhafnar fremst í skipinu, en eldurinn sjálfur hefur ekki sést.

Níu manna áhöfn yfirgaf skipið um níu leitið í gærkvöldi og var þá allt í lagi. Slökkviliðsmenn voru enn við störf á sjöunda tímanum i morgun og óljóst er hversu tjónið er mikið eða hver eldsupptökin voru




Fleiri fréttir

Sjá meira


×