Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 21:27 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“ Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37