Innlent

Ódýrt pólitískt vopn Jóns Þórs óboðlegt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir
„Ég nenni nú yfirleitt ekki að röfla yfir svona löguðu, en það er óboðlegt af þingmönnum að brigsla öðrum þingmönnum í pontu þingsins um að þeir hafi ekki sömu forsendur og vitneskju í máli sem tekist er á um,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um ummæli Píratans Jóns Þórs Ólafssonar þess efnis að hún hafi mætt illa á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Í ræðustól Alþingis skaut Jón Þór á Hildi sem hann sagði ekki hafa setið alla fundi nefndarinnar þegar fjallað var um tillögu dómsmálaráðherra um skipan 15 dómara við Landsrétt. Ýjaði hann að því að Hildur hefði því ekki nægar upplýsingar til að álykta um málið með fullnægjandi hætti.

Sjá einnig: Jón Þór missti stjórn á sér í ræðustól Alþingis

Þessu vísar Hildur á bug og vandar Jóni ekki kveðjurnar.

„Ég hef [...] setið hverja einustu mínútu á öllum fundum nefndarinnar um þetta mál og heyrt hverja einustu setningu sem um málið var sögð,“ segir Hildur á Facebooksíðu sinni.

„Þingmenn allir ættu að forðast í lengstu lög að falla í þá freistni að grípa til svo ódýrra pólitískra vopna, sérstaklega í svona mikilvægri umræðu.“

Vísir er með beina útsendingu frá Alþingi þar sem tekist hefur verið á um skipun Landsréttardómara í allan dag. Fylgjast má með útsendingunni með því að smella hér og færslu Hildar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×