Innlent

Skrúfað fyrir kalda vatnið í Skutulsfirði í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við minni vatnsþrýstingi á Eyrinni á Ísafirði meðan framkvæmdir í Urðarvegsbrekku standa yfir.
Búast má við minni vatnsþrýstingi á Eyrinni á Ísafirði meðan framkvæmdir í Urðarvegsbrekku standa yfir. Ísafjarðarbær
Skrúfað verður fyrir kalda vatnið í Skutulsfirði í kvöld vegna endurnýjunar lagna í Urðarvegsbrekku.

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að skrúfað verði fyrir klukkan 22 og mun vatnsleysið standa í nokkrar klukkustundir. Íbúar eru beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir.

Lokunin mun ekki hafa áhrif í Hnífsdal, en vatnslaust verður á öllum Ísafirði nema hluta efri bæjar, en erfitt er að tilgreina nákvæmlega hvaða hluta.

Einnig má búast við minni vatnsþrýstingi á Eyrinni á Ísafirði meðan framkvæmdir í Urðarvegsbrekku standa yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×